Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 47

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 47
Haust Smásaga Eftir Jón Hjalta Mildur liaustdagur og sól gengin fyrir. Hiti dagsins streymir ört úr mó og mýri, af strái og steini, inn í kvöldskuggann, út í kaldan geim. í hlíðarfæti ofan Staðarins er ungt fólk að hreinsa mold af skófl- um, leir af kvíslum og hjökkum, því að dagsverki er lokið. Lagður er grunnur að nýju íþróttasvæði, sem unglingar af báðum kynjurn starfa að í frístundum sínum. 1 þágu þess draums taka þeir á af öllu afli, finna svölun í stritinu, óþekkta fullnægju vaxandi kröft- um. Geðið er glatt og söngurinn hljómar: Haust farðu heim og héla þín svo köld .... Bergmál söngsins berst um dal og hól niður til Staðarins, unz síðasti ómurinn deyr, jafnhliða dagsbirtunni um fjall og fjörð. Nótt, haustnótt. Saltremmdur, svalur norðanvindur blæs af hafi inn yfir Staðinn, sem til annarra átta liggur í fjallaskjóli. Snjóföl efst í hlíðum, lauffall í görðum, hrím á götum, haust- myrkur. Hvergi ljós í glugga, en á efri liæð Heimilisins blaktir hvítt tjald út um rifu á skjá, líkt og brugðið sé til lags blikandi sverði. Þrátt fyrir myrkur og kulda haust- næturinnar, njóta menn þó yfir- leitt hlýrra og bjartra drauma, inn- an læstra glugga, og flestra svefn- farir eru því sælli sem svalar blæs úti. Af garðtrjánum l'alla laufin eitt og eitt, en stofninn býr sig undir misserissvefn og væntir síðan miss- erisvöku á ný, unz engin missera- skipti eru meir og sól sokkin í haf hinzta sinni. En mannsbarn má aðeins sofa svo sem tvær eyktir, þá 'er ný vaka, ný streita mannlegs lífs, þar sem eyktir svefns og vöku renna sam- an í dægur, misseri og ár, manns- ævi. Einnig þar blása naprir vind- ar, sem fella lauf af greinum, búa stofn og krónu undir nótt síðustu eykta, hinztu hvíld. Þótt visnandi lauf og fölir litir haustsins eigi sér sinn þokka, er livorugt mönnum kærkomið í 'eig- in lífi, meðan sól á sér enn há- degis- eða miðmundastað á ævi-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.