Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 48

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 48
112 EIMREIÐIN hinminum. Æskumaðurinn hrópar í angist: Haust farðu heim, enn er vor. Miðaldramaðurinn hrópar ekki, en angist hans er þó sýni- leg og hann tekur orð unglingsins sér í munn: Haust farðu heim, enn er sumar. Jafnvel öldungurinn, hvíthærður og riðandi á fótum, hvíslar: Haust farðu heim og héla þín svo köld. Þannig bregzt manns- ins barn við kalli haustsins. Þó ber það við, að haustið bregður á leik og gerir sér læti. Vindurinn snýst á átt, hlý sunnangola andar á þurra stofna, blaðlausar greinar og jarðfallið lauf. Grös gróa og blóm springa út. Tíminn hopar á hæli og stendur kyrr um stund, en er sá gállinn á honum í nótt? Varla, og þó? í Heimili Staðarins lætur aldrað- ur maður illa í svefni. Að lokum vaknar hann og setzt upp í rúmi sínu, strýkur óstyrkri h'endi um sveitt höfuð sitt og tautar: Ekki er mark at draumum, mælti Sturla. Næturvindurinn hefur ekki snúizt á átt, svo að norðanstrekkingur- inn flæðir á ská inn um opinn gluggann, sogar hvítt gluggatjald- ið ýmist út eða inn, þó oftar út og leikur við jaað utan veggja með lágum þyti. Stundum breiðir hann úr því eins og segli í óskabyr, en hinn dyntinn vöðlar liann því sam- an í ströngul og kippir því beint út eins og brandi, reiddum til höggs. Kuldahroll setur að gamla manninum, sem stiklrar fram úr og lokar glugganum. Undarlegur Jjessi svimi nú í seinni tíð, liöfuðjiyngsli á hverri nóttu og illspáir draum- ar, næstum martröð. Honum finnst kaldur sviti Jsekja hörund sitt, sem Jjó er eldheitt og æðaberar hend- urnar titra, Jrví að beygur nætur- innar h’efur hann enn á valdi sínu. Var hann að verða skar? Ekki fannst honum Jjað, Jorátt fyrir all- háan aldur. Bezt að tína á sig spjar- irnar, líðanin var yfirleytt verst í rúminu, skárri á ferli. Nú skildi hann Jtá menn íyrri tíða, sem hvorki vildu né gátu dáið í rekkju sinni, heldur alklæddir og stand- andi. Hann styður liöndum við veggi, gengur reikulum skrefum til baðs, skrúfar frá kalda vatninu og læt- ur renna, þar til Jjað er jökulkalt. Þá J>vær hann sér rækil'ega, baðar höfuð sitt og heldur þvottapok- anum sem ísbakstri við brenn- heitt enni. Að Javí búnu er hann nokkru hressari. I herbergi hans er stór bóka- hilla og fornlegt skrifpúlt, málað blátt. Á náttborðinu liggja nokk- ur skrifuð blöð, gömul kvæðabók og fornsaga. Fjarlægur lieimur, ugglaust hvorki bjartari né betri en sá, sem nú 'er, en umfrm allt ein- faldari. Hann setzt í snjáðan djúp- an stól, lágur maður, skarpholda. Handleikur pilluglas. Ætti hann að fá sér eina? tvær? Nei fjanda- kornið, prins Albert og pípustaut- urinn yrðu að duga enn um sinn.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.