Eimreiðin - 01.09.1971, Page 55
HAUST
119
með öllu, sokknar í aldahafið. Sól-
björt. Mundi fegurð h'ennar og
yndisþokki orka á hann sem fyrr-
um? Varla? Eða höfðu einhver
dularöfl átt þar hlut að? O, langt
í frá. Ætti hann ef til vill að gera
sér forvitnisferð útí Suðurálmu?
Nú hlaut hún að vera hátt á sext-
ugsaldri, og ef að likum lét lífs-
reynd kona, og ekki til í neitt tusk.
En samt sem áður, maður veit
aldrei?
Enn kom Magga í gættina.
Hvernig er það með þig Baldi
minn. Kemurðu niður eða kem-
urðu ekki? Eða á ég að færa þér
eitthvert rusl, sem eftir kann að
vera? Nei, nei, ég kem niður.
í matstofunni voru óhreinir
diskar og hroðin föt um allt borð-
ið, en fátt manna. Þar var Sakarí-
as sem fyrr og varð nú 'ekki orð á
munni, en virtist niður sokkinn í
lestur gamalla dagblaða, úr bóka-
safni Hejmilisins. Garibaldi neytti
lítils að vanda, þótt hann gerði sér
læti. Að máltíð lokinni fékk hann
sér svart kaffi í bolla, sætt og heitt,
kveikti í pípu sinni og dró niður í
útvarpinu, sem skóf innan eyrun
með ærandi Bítlamúsík.
Allt í einu hefst Sakarías upjr
úr 'eins manns hljóði, segjandi:
Garibaldi, hér stendur sem sé í
Dagblaðinu frá 23. júní árið 1929:
Fáheyrðir atburðir hafa gerzt á
Hóli í Farmannsfirði. 1 kringum
unga stúfku, dóttur bóndans þar,
fóru hlutir á hreyfingu um há-
bjartan dag, án þess að séð yrði, að
nokkur kæmi við þá. Steinar og
moldarhnausar komu fijúgandi
inn um opna giugga, skápar veit-
ust um og skilirí duttu ofan af
veggjum. Þá heyrðu menn högg á
nóttum, ámáttleg vein og óskiljan-
leg, sáu svipi dáinna manna í sér-
kennil'egri birtu, líkt og maurildi
væru.
Ja, hvert þó í heitasta hágrýti,
mælti Sakarías og hló hátt, en þó
sem í einskonar viðurkenningar-
tón. Þetta minnti mig, að kerla
væri ekki öll þar sem hún er séð.
Ha, ha, bara hreinn og klár
draugagangur. Nú, nú, sjáum til,
og þetta var Sólbjört, bara seið-
skratti, svo að þú ættir að vita sitt
af hverju um kerlingartuðruna,
minnsta kosti hverra manna hún
er.
Garibaldi bítur fastar um pípu-
munnstykkið, meðan hann hug-
leiðir hvernig stinga megi upp í
hinn, svo að hann hætti þessu tali,
sem er honum ógeðfellt. Mælir að
lokum: Sagt hefur verið, að vitur
maður geymi þekking sína, en
munnur afglapans sé yfirvofandi
hrun, enda vill forvitinn allt vita
nema sína eigin vömm.
Sakarías, hlær: Mikill þó and-
skoti, bara kominn út í orðskviði,
ha, ha. Farinn að ryðga í Snorra?
Skyldu svo sem gullhringirnir
detta af kerlingarskassinu, þó mað-
ur forvitnist eitthvað um hana?
Garibaldi fann, að honum liafði