Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 62
JEvisaga mikilhæfs leiðtoga ♦---------------------- Eftir Dr. Richard Beck Fyrir stuttn síðan barst mér í hendur bók sú, er hér verður gerð að umtalsefni, og var hún mér mjög kærkomin. Bæði er það, að mér var vel um það kunnugt, hve mikið verk höfundur hennar lagði í það að sernja hana, og einnig var mér kunnugt innihald hennar og efnis- meðferð, þar sem ég hafði lesið hana í handriti. Við gaumgæfileg- an lestur hennar h'efir mér orðið það enn Ijósar, hvert merkisrit hún er, fróðleg mjög, og skipulega og læsilega í letur færð. Umrædd bók ber lieitið Ævisaga séra Jóns Bjarnasonar (Winnipeg), og höfundur hennar er séra Run- ólfur Marteinsson, 'er einnig var lengstum búsettur þar í borg. Bók- in kom út á vegum Bókaútgáfunn- ar Eddu á Akureyri haustið 1969. Er hér um stærðarrit að ræða, rúm- ar 360 bls. að meginmáli í stóru broti, að ótalinni nafnaskránni (bls. 363-68. Árni Bjarnason, útgefandinn, fylgir bókinni úr hlaði með gagn- orðum inngangi, þar sem hann rek- ur í megindráttum ævileril og íjöl- þætt og merkilegt starf höfundar hennar, en hann kom víða við sögu í kirkjumálum og öðrum menningarmálum íslendinga vest- an hafs. Um tildrög þessa rits hans fer Árni eftirfarandi orðum: „Eftir að séra Runólíur lét af prestsskap og kennslustörfum, hóf hann að rita ævisöguna og var það vegna tilmæla Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Naut hann í því sam- bandi nokkurs styrks úr Menn- ingarsjóði liér heima. Mun ætlun- in hafa verið að hann skrifaði einnig ævisögur þeirra merkis- manna séra Friðriks Bergmanns og Tómasar Johnson ráðherra, ef ald- ur og starfsorka entist til." Því miður, varð það þó 'eigi, vegna þess, að fyrir aldurs sakir og hnignandi heilsufar, fékk séra Runólfur ekki lokið við ævisögu séra Jóns. Séra Runólfur lézt 10. maí 1959. Að honum látnum, eins og Árni skýrir frá í inngangi sínum, tókst, séra Valdimar J. Eylands, ná- kominn vinur og starfsbróðir séra

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.