Iðunn - 01.06.1889, Page 3
Henry Morton Stanley
Eptir
0.
kaptein.
—»-mcc -
Srið 1888 mátti telja merkisár í sögu landafræð-
innar, því að á því ári gat elzta landfrœð-
ingafélag í heimi haldið 100 ára afmœli sitt, en
þetta landfrœðingafélag er «afríkanska fjelagið»,
sem árið 1788 var stofnað á Englandi, og komst
við stofnun þess rekspölur á landkannanir í Afríku
með nokkru ráði gerðar. Landafundir hins fræga
siglingamanns Cooks, er hvað eptir annað hafði siglt
í kringum hnöttinn, hafði þá vakið áhuga manna
á landakönnunum; og sá maðurinn, sem var lifið
og sálin í afríkanska félaginu, var Sir Jóseph Banks,
er hafði verið með Cook á fyrstu ferð hans sem
náttúrufrœðingur. |>að sem afríkanska félagið hafði
sett sér fyrir mark og mið, var það, að stuðla til
landkannana í innanverðri Afríku, og það voru eng-
ar öfgar, það sem sagt var um það leyti, sem félag-
ið var stofnað, því að fyrir mannsaldri mátti enn
segja það með fullum sanni: að á landabréfi væri
innanverð Afríka ekki annað en ein stór hvít skella,
þar sem ekkert sæist á annað en nafn á einstöku
ám, en urn stefnu þeirra vissu menn ekkert, og á