Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 5
Iienry Morton Stanley.
171
hann gagntekið og gjört sér hugfangna þá, sem
lesið hafa, hundrað þúsundum saman, jafnt karla
sem konur, unga sem gamla. Allir þekkja nafn
Stanleys. það, sem nú skal segja, á að vera ágrip
af æfi þessa mikla athafnamanns, er átt- hefir í svo
mörgum ótrúlegum þrautum.
Stanley hefir opt verið kallaður Ameríkumaður;
en liann er ekki borinn og harnfæddur í Ameríku;
og að upphafi hét hann ekki heldur Stanley; hann
var upphaflega nefndur John Eowland, og fæddist
árið 1840 í bænum Denbigh í Wales. jpegar hann
var tvævetur, dó faðir hans, og var hann frá því
uppalinn í hæli fyrir munaðarlaus hörn. Menn í
því bygðarlagi, sem enn muna eptir Jóni litla Row-
land, segja svo frá, að hann í uppvextinum hafi
verið einkar vel laginn til þess að nema reiknings-
list og landafræði, og að hann hafi verið einbeitt-
ur í lund, en dulur og þegjandalegur. þegarliann
var 13 vetra, tók einn af frændum hans hann til
sín, er átti heima í öðrum bæ á Englandi; þar var
það mesta yndi hans, að lesa ferðasögur; hann hafði
mikinn hug á að komast til Ameríku; hún var hans
nfyrirheitna land»; og sextán vetra gamall fór hann
til Liverpool, til þess að fara þaðan úr landi.
Marga daga ráfaði hann um i stórborg þessari alls-
laus, en tókst loksins að komast út á skip, sem
átti að fara til Nýja Orleans, og réð sér far með
því, þannig, að hann ynni fyrir farinu.
þogar til Nýja Orleans kom, lagðist honum
það til, að hann komst að skrifarastörfum hjável-
efnuðum kaupmanni, er hét Stanley. Húsbóndi
hans fékk smámsaman svo miklar mætur á honum,