Iðunn - 01.06.1889, Síða 7
Henry Morton Stanley. 173
■öld eina, er Bandaríkin áttu í við Indiana, fór Stan-
ley með her þeirn, er gjörður var út á hendur
þeim. Hann sparði þá ekkert til þess, að ekki
þyrfti að standa á því að fréttirnar mættu komast
sem greiðlegast og vera sem sögulegastar frá vett-
vauginum, og fékk hann því brátt mikið orð á sig
fyrir dugnað sinn, og varð það til þess, að rit-
stjóri hins heimsfræga blaðs New- York- Heralds
hauð honum beztu kosti til þess að hann gjörðist
«fljúgaudi» fréttaritari- þess blaðs.—Eitt með öðru
til dæmis um það, að hann lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna, var það, að hann einu sinni í þess-
ari Indíanastyrjöld lét berast langar leiðir á timb-
urfiota niður eptir einni af þveránum, er renna í
Missouri, til þess að geta komið sem greiðast á
framfæri fréttapistlunum sínum. — Sem fréttaritari
New- York- Heralds fór Stanley með her Englend-
inga, þeim er fór á hendur Teódór Abessyníukeisara
árið 1867—68; hann var þar við, er borgin Mag-
dala var tekin og Teódór keisari lét lífið, og þá lék
Stanley það, sem þá um stund var mjög rómað.
Fregnin um þessi stórtíðindi, sem leiddu til lykta
lierferðina í Abessyníu, var prentuð degi fyrr fyrir
vestan Atlanzhaf, í New- York- Herald, en hún
kom til Lundúnaborgar frá foringjasveit enska hers-
ins í Abessyníu; svo mikið kapp lagði Stanley á
það, að fréttirnar frá sér hefði greiða ferð.
Frá Afríku var Stanley sendur til Spánar. í
Madríd fær hann málþráðarskeyti um það, að koma
til Parísarborgar til þess að tala við herra Gordon-
Bennett.ritstjóra New- York- Heralds. það sem
gerðist, þegar þeir Stanley og Gordon-Bennett