Iðunn - 01.06.1889, Page 8
174
O. Irminger :
fundust, réð stefnu þeirri, er líf Stanleys tók upp
frá því.
Stanley segir svo frá í hinni alkunnu ferða-
sögu sinni: «Um það hvernig eg fann Living-
stone»:
Sextánda október 1869 var eg staddur í Madrid;
eg var þá nýkominn þangað frá róstunum í Valen-
cíu, og þá fæ eg 2 stundum fyrir liádegi %rírskeyti
frá Gordon-Bennett yngra: «Komdu til Parísar-
borgar; mikiivægt er erindið».
Eg var á svipstundu ferðbúinn, og þegar eg
hafða kvatt kunningja mína, fór eg um nónbil á
stað frá Madrid með hröðustu eimreiðinni, en af
því að nokkurra stunda bið varð á í Bayonne, þá
komst eg ekki til Parísarborgar fyrr en kveldið
eptir; eg fór rakleiðis upp í « Grand Hóteln og ber
þar að dyrum hjá herra Bennett.
Eg heyrði að sagt var: «Komdu inn». Bn
þegar eg kominn, var Bennett kominn í rúmið.
«Hver er þetta?» segir liann. Eg segi: það er
Stanley. «Já, já, eruð það þér, setjizt þér niður. Eg
hefi handa yður dálaglegt erindi»; og um leið og
hann kippir sér 1 sloxip, segir hann við mig: «Hvar
haldið þér hann sé, hann Livingstone?*
«þ>að veit eg satt að segja ekki».
«Haldið þér hann sé lifandi?*
*það er hvorutveggja til um það», sagði eg.
«Já, en eg held nú að hann sé lifandi, og að
það megi takast að finna hann, og mér er í hug
að senda yður út af örkinni til þess að finna hann».
*Hvað er að tarna?» sagði eg; «getið þér ímynd-
að yður að mér takist að finna Livingstone? og