Iðunn - 01.06.1889, Side 11
177
Henry Morton Stanley.
frá öllu, sem þar er vért að sjá. Að því búnu er
réttast að þér farið til Jerúsalem; þar er verið að
róta í rústum og grafa til að kanna hið forna borg-
arstæði; þér getið litið eptir því. Farið þér svo til
Miklagarðs og reynið að hafa sannar sögur af því,
-hvernig á málum stenclur milli soldáns og kedíva
(Bgiptakonungs)#.
«Já — bíðum nú við —, svo er bezt að þór
skreppið norður á Krím og komið þar á hinar fornu
orustustöðvar. Síðan skuluð þór fara austur um
Ivákasus austur að Kaspíhafi, því eg heyri þess
getið, að Kússar séu einmitt nú að búa út leiðang-
ur til Kíva. Frá Kaspíhafi getið þér svo farið yfir
Persaland til Indlands. Á þeirri leið getið þér svo
sent oss skemmtilegt bréf frá Persepolisn.
«Á leiðinni til Indlands liggur leiðin ekkij'kja-
langt frá Bagdað; það væri ekki svo afleitt að leggja
lykkju á leið sína þangað, og skrifa oss eitthvað
um hina fyrirhuguðu járnbraut upp Efratdalinn.
þegar þér eruð kominn til Indlands, þá fer að verða
mál til þess komið, að þér úr því farið að svipast
að honum Livingstone. Hver veit nema þér, þeg-
ar þar að kemur, fréttið til þess, að Livingstone só
á leiðinni austur að Sansibar; en verði það ekki,
þá farið þér inn í Afríku og finnið hann, ef hann
er lífs; hafið svo sannar sögur sem þér getið af
landakönnunum hans; og ef hann er dáinn, þá
færið þér allar þær sönnur, sem hægt er, á það
mál. þetta er nú allt og sumt. Góðar nætur og
guð veri með yðurn.
•Góðar nætur», sagði eg; «eg skal gjöra allt það
Iðunn. VII. 2