Iðunn - 01.06.1889, Page 14
180 O. Irminger:
kaupmönnum er verzla með fílabein og þræla, og
eyan Sansibar er meginstöð verzlunarinnar á Aust-
ur-Afríku, og þar geta Afríkufararnir búið sig að
öllu því er þeir þurfa til ferða sinna.
En þessi útbúnaður Afríkufaranna hlýtur að
vera töluvert einkennilegur. I þeim byggðarlögum
Afríku, sem þessar frásögur koma við, eru engir
vegir; en frá þorpi til þorps liggja götuslóðir, svo
mjóar, að ekki eru nema einstigi, svo að livað stór
;sem lestin er, fara allir í einni halarófu. Allt sem
flytja þarf hljóta menn að bera. það hefir verið
reynt að hafa áburðargripi, bæði hesta, asna og
uxa, en þær tilraunir hafa allar misheppnazt, og
veldur því einlcum flugnategund sú, er tsetse-.
fluga er kölluð, en þar sem hún á heima, drepazt
hestar og nautpeningur. Belgakonungur reyndi til
að brúka fyrir áburðargripi fíla, er hann fékk sér
frá Indlandi; voru það dýrir áburðargripir, og komu
að engu haldi, og olli það mest, að ekki var hægt
að afla þeim hæfilegs fóðurs. Vér vitum að vísu
af fornum sögum, að Afríkufíllinn til forna var tam-
inn í Norður-Afríku, en þaðan er hann nú horf-
inn; og nú sem stendur er ekki til í Afríku einn
einasti taminn fíll, enda er það bæði umsvifamikið
og kostnaðarsamt að temja fíla, og ekki við því að
búast, að menn hafi komizt upp á það um Mið-Af-
ríku, jafn skammt og menn eru þar á leið komnir í
öllum greinum.
|>að verður þá að tjalda því sem til er; mað-
urinn verður þar að koma í stað burðardýranna,
og á Sansibar má fá til leigu menn, sem eru fúgir
til að bera farangur Afríkufaranna, hvort sem þeir