Iðunn - 01.06.1889, Page 15
Henry Morton Stanley. 181
fara til kaupskapar eða annara erinda, lengst ino
í land. Burðarmenn þessir bera á höfði sér bagga,
sem eru þetta frá 6 til 7 fjórðungar á þyngd. jpar
sem búast má við margra mánaða ferðalagj, þá þarf
að vera mjög vel um búið vörur þær, sem eru í
böggunum, svo að þær skemmist hvorki af harð-
hnjaski því er þær hljóta að verða fyrir í meðferð-
inni hjá burðarmönnunm, nó þá af illviðrum; það
kemur ósjaldan fyrir, að baggarnir fara í kaf, hvað
lítið sem burðarmanninum verður fótaskortur, þeg-
ar hann þarf að vaða ár, sem ná honum upp í
höku, eða hann verður að stikla eptir trjábol, sem
bilt er yfir ána, því þar eru engar ár brúaðar, svo
að brú verði kallað.
það þarf ekki að teljast neitt furðanlegt, að
menn ekki þekkja neitt til gangsilfurs í landi, þar
sem engir eru vegir og engi burðardýr, en það eitt
með öðru er einnig til þess að auka erfiðleikana
við langar Afríkuferðir; því sá sem ætlar að ferðast
þar í landi, verður, áður en hann leggur upp, að
kaupa sér varning af ýmsu tagi, til þess að láta
fyrir vistir og annað er hann kann að þarfnast fyr-
ir á leiðinni, og er auðsætt, að ekki veitir af að hafa
mikinn fjölda af burðarmönnum, ef menn ætla að
leggja upp í langferð, sem búast má við að standiyfir
svo mi8sirum eða árum skipti. Og það er ekkert
neitt smálítið af vörum, sem Afríkufarinn þarf að
hafa með sér umfram það, sem annars mundi þurfa,
fyrir það að smákonungar og höfðingjar í Afríku, þó
ekki eigi þeir yfir að ráða nema einu þorpi, heimta
sér toll fyrir það, að þeir leyfa að fara um land sitt.
f>að væri mesta óráð fyrir lestamennina, að ætla sér