Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 16
182
0. lrminger:
að staðaldri að hafa þann sið, að brjótast áfram með
valdi til þess að þurfa ekki að borga tollinn, því
þótt aldrei nema svo væri, að ferðamenn, vel vopn-
um búnir, bæri hæira hlut en þarlendir menn illa
vopnaðir, ef þeir mætti treysta hermönnum sínurn
og burðarmönnum, en því er valt að treysta, þá
eru þeir alla daga upp á þarlenda menn komnir
með leiðsögu og vistaföng.
þessi sífellda tollheimta er annars ljóta gam-
anið fyrir Afríkufarana; kostnaðurinn er nú
fyrir sig; en tafirnar sem af því verðá eru óþolandi;
það verður stundum að sitja fjarska lengi yfir því,
að semja um það, hvað tollurinn eigi að vera hár,
og verður það opt til ama og ónota fyrir vesalings
ferðamanninn, sem getur fengið sig fullsaddan áþví
á ferðalaginu. það er ekki tekið út með sitjandi
sældinni, að ferðast í Afríku. Ferðamaðuriun verð-
ur að sjá öllu liði sínu fyrir visturn, vera læknir
þess og leiðtogi, en það er enginn hægðarleikur að
halda hópnurn saman. Burðarmennirnir reyna
opt til að strjúka, og það er ekkert gaman fyr-
ir þann sem fyrir hvern mun þarf að halda áfram
að sjá baggana sína liggjandi, og geta ekki útveg-
að sér neiun mann til þess að bera þá, en þó tek-
ur út yfir þegar burðarmaðurinn strýkur með bagg-
ann sinn, og það kannske þanu baggann, sem það
var í, sem ferðamanninum var mest eptirsjóu í.
þegar Stanley kom til Sansibar, varð hann að
kynna sér allt þetta og þvíumlíkt, er að Afríkuferð-
um laut, því að hann var því alveg ókunnugur
áður, og hafði hann í ráðum með sér arabiska
kaupraenn, sem sjúlfir voru vanir að gjöra út lest-