Iðunn - 01.06.1889, Page 17
Henry Morton Stanley.
183
ir vestur í Afríku. f>egar kemur inn í Afríku, þá
eru baðmullardúkar, glertölur og eirvír beztir gjald-
aurar, og Stanley var sagt, að hann mundi geta
fengið eins dags vistir fyrir 100 manns fyrir hér-
umbil 50 álnir; hann bjóst nú við að verða 2 ár á
ferðinni, og keypti rúmar 40 þúsundir álna af baðm-
.ullardúkum, sem mestmegnis voru fremur lélegir;
glertölurnar þurftu að vera mjög mismunandi að
stærð og litum, því sitt hæfði hverjum þjóðflokki, og
eptir laugar ráðagerðir keypti liann 22 poka af gler-
tölum, og voru í þeim 11 mismunandi talnategund-
ir að lit og stærð. Eirvírinn þurfti að vera viðlíka
gildur og algengur málþráðavír; af honum keypti
hann 350 pund. Auk þess þurfti hann að kaupa
sér öll þau kynstur af hinu og þessu, sem til ferðar-
innar þurfti: gjafir handa höfðingjunum, byssur,
skotföng, meðul, vistir, bát sem taka mátti í sund-
ur, seglxtúk, eldsgögn o. s. frv., o. s. frv.
Jpegar Stanley var búinn að kaupa allt sem hann
þóttist þurfa, þá fann hann það, að farangurinn var
orðinn 11000 punda að þyngd, og til þsss að bera
það þurfti hann hérumbil 160 manns.
Nú þurfti að fara að ráða menn til ferðarinn-
ar; réð hann þá fyrst 2 enska sjómenn, er ekki voru
þess ófúsir að fara í þessa skrítnu ferð. Síðan
þurfti hann að ráða sér til fylgdar hérumbil 20 á-
reiðanlega menn; meðal þeirra voru fáeinir, er fyrr
höfðu verið í ferðalagi vestur í Afríku með Norð-
urálfumanni; en misjafnlega reyndust sumir þess-
ara manna; og þá var eptir að ráða burðarmennina.
A Sansibar var Stanley mánuð, og vann þar
af kappi að því að búa sig út til ferðarinnar, og að því