Iðunn - 01.06.1889, Page 18
184
O. lrminger :
búnu fer hann til meginlands til borgar þeirrar er
Bagamajo heitir; þaðan ætlaði hann að leggja upp
þegar hann væri búinn að búa upp á lestina; en
þar átti hann í stökum vaudræðum með að búa um
farangurinn og útvega sér burðarmenn; loksins lagði
liann upp þaðan 21. marz 1871, 73 dögum eptir að
hann kom til Sansibar; hafði hann þá með sér 46
menn, en á undan sér hafði hann sent meginlestina
í 4 flokkúm, er hann lét fara af stað hvern á eptir
öðrum; náði hann svo flokkunum á feiðinni. Alls
voru 192 menn í þessari lest, er Ne\v-Yorh-HeraId
gerði út; auk þess tók Stanley með sér nokkra
asna og tvo hesta, en þeir drápust á leiðinni.
Stanley hafði ásett sér að fara til TJjiji, sem er
nýlenda ein, er Arabar áttu vestur við Tanganika-
vatn; ef bein. leið yrði farin, þá er hún 140 mílur
vestur frá sjó. Tanganikavatnið fundu þeir Speke
og Burton fyrir 30 árum, báðir nafnkenndir Janda-
kannendur. Enski konsúllinn í Sansibar hafði áð-
ur sent lestir vestur til Ujiji með ýms föng og vör-
ur til Livingstone, því það þótti sennilegt, að Living-
stone mundi einhvern tíma koma þangað á sínu langa
ferðalagi þar vestra. Auk þess voru allar líkur til
þess, aðtilUjiji, sem er ein af aðalstöðvum arabisku
kaupmannanna þar í landi, kynni að hafa borizt
með arabiskum þrælakaupmönnum einhverjar fregn-
ir, er af mætti fræðast um það, hvar liinn frægi ferða-
maður væri niður kominn. Meðan Stanley var á San-
sibar, lét hann annars aldrei neitt á því bera, að
hann væri gerður út til þess að leita að Livingstone,
og ekki heldur á því, að hann ætlaði sér til Ujiji;
hann lét þess ekki einusinni getið við hvorugan