Iðunn - 01.06.1889, Page 20
186
0. Irminger :
Sumt af liði hans veiktist, og sjálfur fékk Stanley
hvað eptir annað fótaveikisköst, og þarf enginn
hvítur maður, hvað heilsuhraustur sem er, að bú-'
ast við því að komast hjá þeim veikindum í því
loptslagi; en við þau veiklast hann og missir þrótt
og það til langframa. Vanalega var ferðinni svo
hagað, að lestin tók sig uþp í dögun; en þegar
hallaði degi slógu þeir landtjöldum, og þar sem
því var hægt við að koma, gerðu burðarmennirnir
girðingu um tjöldin úr greinum og limi, til þess að
verjast um næturfyrir árásum villudýra; voru þeir ó-
trúlega fljótir að þeirri virkisgjörð. Sumstaðar var
mjög erfitt að afla vistafanga; stundum var það af
því, að landið sem þeir fóru um var svo gæðasnautt,
stundum af því að landsbúar voru þeim illviljaðir
—einu sinni mátti Stanley sætta sig við það, að
lifa 57 daga samfleytt á baunasaupi og seigu geita-
kjöti — þeir reyndu að veiða sér til matar gíraffa,
zebradýr, antilópur og villisvín, en fengurinn var
jafnast rýr. Stundum var áð dögum saman, til þess
að menn og málleysingjar gæti orðið afþreyttir.
Stanley varð fjarska feginn, þegar hann vissi
það, að hann var kominn í nánd við Tabora, sem
var fyrsti staðurinn sem hægt var að fú góðan á-
fangastað, og þegar hann átti þangað nokkrar dag-
leiðir, gerði hann boð á undan sér til Arabanna,
sem þar bjuggu. I grenndiuni við Tabora var landið
vel yrkt, og þar gat Stanley fengið keypt ungt, feitt
naut fyrir 26 áluir af lélegum baðmullardúk, og
gæddi hann liði sínu með nautinu. í fararbroddi
hafði hann blaktanda merki Bandaríkjanna í Norð-
ur-Ameríku, þegar hann 22. júní — þremur mán-