Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 21
Henry Morton Stanley.
187
uðum eptir að hann tók sig upp frá Bagamajo —
hélt innför sína í Tabora með skothríðum, svo sem
í Afríku er títt, og var honum þar vel fagnað af
Aröbum.
A leiðinni þangað hafði Stanley mætt mörgum
arabiskum fílabeinskaupmönnuin og þrælaveiða-
mönnum. I Miðafríku láta Arabar mikið til sín
taka, og á ferðum sínum í Afríku hefir. Stanley
átt mikið við þá að sælda. Arabar hafa náð sér
bólfestu á austurströndinni, og hafa smá-þokazt
lengra og lengra inn í landið, og hafa stofnað þar
nýlendur, og nú upp á síðkastið hafa þeir austan
að komizt svo langt upp með Ivongó, og hafa náð
þar svo góðri fótfestu, að það eru öll líkindi til, að
Evrópubúar megi vara sig á þeim, ekki síður en á
trúarbraaðrum þeirra upp með Nílá.
Arabar þeir, sem í Miðafríku eru, eru sumir af
göfugum ættum, en allir gefa þeir sig við kaupskap
■og verzla þeir einkum með fílabein og þræla. Fyrst
frarnan af fóru þeir inn í landið í von um það, að
þeir á skömmum tíma gætu orðið stórauðugir; en
þær vonir brugðust að öllum jafnaði. Flestir fóru
inn í Afríku á þann hátt, að þeir fengu til láns
allt til útgerðarinnar á Sansibar, og urðu að gjalda
af lánsfénu okurleigu, og þegar þeir sáu, að í ó-
efni var komið með að gjalda skuldina, þá þótti
þeim sá kosturinn skárri, að láta fyrirberast þar
vestra og taka sér þar bólfestu, en að hverfa
aptur verra en allslausir. Auk þess var Miðafríka
hæli og griðastaður mörgum Aröbum, er ekki voru
rueira eu svo vel kynntir heima fyrir. Og með
þvi að Arabar voru miklu betur að sér en þar-