Iðunn - 01.06.1889, Page 23
•1
Henry Morton Stanley. 189
sem hægt er að sjá, að þrælalestir hafa farið um, af
því, hvað mikið er á leiðinni af mannabeinagrind-
um. Nú hafa margar af menntunarþjóðum vorrar
heimsálfu orðið samtaka um, að sporna eptir föng-
um við þessu bölvi, og er því þrælaverzluniu á
austurströndinni ekki rekin jafn berlega og áður,
en þrælaveiðunum í Miðafríku er allt um það ekki
linnt, og má ætla, að árlega séu drepnir á þeim
menn svo skiptir mörgum hundruðum þúsunda.
Livingstone segir frá því, að einusinni hafi
hann orðið sjónarvottur að því, hvernig Arabi einn
með vopnuðum óaldarfiokki sínum að óvörum réðst
á þorp eitt, er ekki átti sér neins ófriðar von;
þorpið lá við á, og voru þar saman komnar meira
en tvær þúsundir manna til markaðshalds. Eng-
inn þarlendra manna hafði hinn minnsta grun á
því, að þrælaveiðamenn væru í nánd. En allt í
einu heyrðust hvellirnir í byssunum. Svertingjun-
um varð mjög felmt við, og hlupu allt hvað af tók
til báta sinna, og þröngdust svo ótt út á þá, að
þeir urðu ofhlaðnir, svo að þeim hvolfdi; hirtu þá
krókódílarnir margan rnann, en þó voru þeir fleiri,
er biðu bana fyrir skotum óvina sinna. Fjögur
hundruð manna, sem flest voru konur og börn,
biðu þar bana, og enn þá fleiri voru gerðir að þræl-
um, sem fám míniitum áður með gleði og gamni
höfðu verið á markaðinum. Og það er ekki svo
sem þessi saga sé neitt einsdæmi, og Livingstone,
sem þó ekki var nein ístöðulaus herfa, segir frá
því, að það hafi opt komið fyrir, að hann hafi með
andfæluni hrokkið upp úr fasta svefni, þegar honum