Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 24
190
0. írminger :
bárust í drauma skelfiugar þær, er hann hafði orð-
ið að sjá á sínum löngu ferðalögum um Afríku.
f>ótt aldrei sé hægt ofsögum af því að segja, ■
lrve hróplega grimd og varmennsku Arabar sjma á
mannaveiðum sínum, þá má þó ekki segja t að þeim
sé alls góðs varnað, eins og þeir koma fram í Af-
ríku. Margur hvítur Afríkufari má þakka einhverj-
um arabiskum þrælakaupmanni fyrir liðveizlu, þegar
honum lá mest á, og það er víst um það, að ferða-
lög margra um Afríku hafa því að eins tekizt, að
ferðamennirnir hafa notið liðsinnis Araba. Nýlend-
ur Araba hafa verið kærkomnir áfangastaðir fyrir
* marga ferðamenn, og hefir þeim þar verið tekið
með hinni mestu gestrisni. Arabar hafa við ný-
lendur sínar komið á reglulegri jarðyrkju, og bvia í
velbyggðum, svölum húsum, með flötum þökum og
veggsvölum umhverfis, og hafa opt allan aðbúnað
allríkmannlegan. I viðmóti við hvíta menn eru
þeir að öllum jafnaði virðulegir; þeir eru fatprúðir
menn, og margir ferðamenn tala um Araba sem
sönn snyrtimenni. |>að má enn segja til lofs Ar-
öbum þeim, sem eru í Miðafríku, að þeir eru dug-
andis kaupmenn.
jpegar Stanlej' kom til Tabora, léðu Arabar
honum gott hús til fbúðar, og tóku honum með
stakri gestrisni. Hann hafði ætlað sér það, að
hvíla sig þar um hríð; en það fór svo, að hann
hlaut að standa við í Tabora lengur en hann hafði
ætlað sór og vildi. Arabar flæktust í ófrið við
höfðingja einn þarlendan, ríkan og ráðsnjallan, er
Mirambó hét; hann hafði lagt undir sitt vald marg-
ar svertingjasveitir þar í grenndinni, og var hann