Iðunn - 01.06.1889, Síða 25
Henry Morton Stanley.
191
smfímsaman orðinn svo ráðríkur, að hann ekki að-
eins heimti háan toll af hverri lest hinna arabisku
þrælakaupmanna, sem þeir urðu að borga með
byssum og púðri, heldur hafði hann það í heiting-
um, að harðbanna allar leiðir til Ujiji, einmitt
þangað sem ferð Stanleys var heitið.
þarsem ekki var friðvæulegra en þetta í grend-
inni við Tabora, þótti Stanley óráðlegt að halda
lengra áfram að sinni, og gekk hann í lið með Ar-
öbum, vinum slnum, móti Mirambó. Urðu allmarg-
ar orustur milli Mirambós og Araba, og þær mann-
skæðar, eptir því sem gera er í Afríku, og höfðu
ýmsir sigur; rændu og brenndu hverir fyrir öðrum,
þar sem þeir gátu því við komið, og biðu Arabar
talsvert manntjón, og einusinni vann Mirambó svo
mikinn sigur, að við sjálft lá, að Tabora yrði í hers-
höndum, svo að Stanley varð að víggirða hús sitt,
einsog Arabar gerðu, til þess að verjast árásum svert-
ingja. Samt fór svo að lokum, að Mirambó beið
svo mikinn ósigur, að kyrð og spekt komst þar á
í grendinni fyrst um sinn. 1 ófriði þessum fóll
margt manna af Stanley, og það fór svo, að dvöl
hans í Tabora urðu ekki neinir hvíldardagar. það
kom fyrir, að hann varð þvínær alveg virkula vonar
um að geta komizt lengra áleiðis; hann varð í
mestu vandræðum með burðarmenn sína; það örf-
aði ekki í þeim ferðahuginn, að eiga Mirambó yfir
höfði sér þar í grendinni, og svo drapst allur dug-
ur úr þeim við hið langvinna aðgjörðaleysi í ara-
bisku nýlendunni, svo að Stanley sá sér ekki ann-
að ráð vænna, en að reka úr vistinni allan þorra