Iðunn - 01.06.1889, Side 26
192
0. írminger:
gömlu burðarmannanna, og ráða nýja í þeirra stað
til þess að halda áfram ferðinni.
Meðan Stanley beið í Tabora, varð haun fár-
veikur og lá lengi með óráði, svo að hann varð
alveg ruglaður í tímatali sínu. þegar hann fékk
rænuna aptur, sögðu þeir sem stunduðu hann í
veikinduuum, að hann hefði verið rænulaus í 7
daga, í stað þess að hann hafði verið það f 14 daga,
og Stanley varð þess ekki var, að hann hafði hlaup-
ið yfir viku af æfi sinui, fyrr en hann fann Living-
stone. þegar þeir hittust og fóru að tala um, hver
dagur mánaðar væri, bar þeim ekki saman um
dagatalið, og þá komst það fyrir, þegar þeir f sam-
einingu fóru að rannsaka stjörnualmanakið, að Li-
vingstone hafði ruglazt um 3 vikur í tímatali sínu
í legum, sem hann hafði legið, þar sem skakkinn
hjá Stanley var ekki nema ein vika.
1 fulla 3 mánuði varð Stanley að bíða í Ta-
bora, og fékk hann þar á stangli fréttir af Living-
stone; 20. ágúst lagði hann upp þaðan áleiðis til
Ujiji; hafði hann þá með sér 54 menn; báru þeir
6000 álnir af dukum, 6 poka af glertölum, ógrynni
af skotföngum og þar frameptir götunum. Frá Ta-
bora til Ujiji er ekki nema 40 mílur, ef beina leið
má fara; en nú varð Stanley að fara á sig stóran
krók, vegna þess, að ófriðvænlegt var að fara
skemmstu leið. A þessari leið stóð hann í miklu
stímabraki við burðarmenn sfna, sem ár og síð
voru að reyna til að strjúka, og einusinni var svo
komið, að ekki var annað sýnna, en að leiðangur-
iun færi allur út um þúfur; svo mikinn samblástur
höfðu burðarmenn Stanleys kveikt móti honum.