Iðunn - 01.06.1889, Page 27
Henry Morton Stanley.
193
|>egar lestin átti skarnmt eptir til Ujiji, barst
Stanley sú fregn, að þangað væri fyrir skömmu
kominn gamall hvítur maður einhverstaðar að vest-
an fyrir Tanganikavatn; hann vildi hnfa greinilegri
sögur af mönnum þeim, er báru honu'm þessi merk-
istíðindi, og sögðu þeir honum þá, að þessi gamli
hvíti maður hefði einusinni áður «fyrir æfalöngu»
komið til Ujiji, og gat þá varla annað venð
en að þessi gamli ferðamaður hlyti að vera Living-
stone. Eins og uærri má geta, komst Stanley all-
ur á lopt við tíðindasögu þessa; hvataði hann nú
ferð sinni sem mest hann mátti.
10. nóvember 1872 — 236 dögum eptir að Stan-
ley lagði upp frá Bagamojo, 50 og einum degi ept-
ir að hann lagði upp frá Tabora— var nú lestin
komin fast að Ujiji, og hafði þar, skammt frá bæn-
um, safnazt saman múgur og margmenni til þess
að sjá þegar lestin kæmi; þá veit Stanley ekki fyr
til, en hann heyrir að kastað er á hann kveðju á
ensku; það var þá einn af svertingjum Livingstones;
hafði Stanley lítið tal af houum, því hann hljóp
hið bráðasta af stað, til þess að segja húsbónda
sínum frá því, að hvítur maður rjeði ferðinni. Li-
vingstoue ætlaði varla að trúa sínum eigin augum.
J>arna var lest, er fór undir merki Norður-Amer-
íkumanna. Hvað var hún að erinda þarna lengst
inni í Afríku?
Nú riðu af skot, og allt varð á iði, svo að auð-
vitað var, að nú mundi lestin þegar komin; fiykkt-
ust því Arahar í Ujiji saman fyrir framan hústað
Iðunn. VII.
13