Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 29
Henry Morton Stanley.
195
Hann lypti upp húfunni, og sagði með vingjarn-
legu brosi: «Já».
Við settum nvi upp höfuðfötin, tókum síðan-
höndum saman, og eg sagði hátt:
((Doktor minn! eg þakka guði almáttugum, er
hefir unnt mér það, að sjá yður». Bn hann svar-
aði: «Eg má líka þakka það, að vera hér stadd-
ur, og geta boðið yður að vera velkominn*.
Livingstone var þá fundinn, og Stanley var
þannig búinn að ljúka erindi sínu; og gat ekki
hitzt betur á en gerði. Hinn frægi gamli ferða-
maður var þá þreyttur og veikur af þvf, að hann
liaíði reynt of mikið á sig; hann var þá fyrir
skömmu komin til Ujiji, eptir ferð, semhannhafði
farið langt vestur í land; en þegar hann kom
þangað, þá brá honum heldur en ekki illa við, þvf
að útvegamaður hans arabiskur var þá húinn að
selja allan varning þann, er Livingstone hafði ætl-
að honum að varðveita, því hann hafði verið orð-
inn fulltrúa um það, að Livingstone væri löngu
dauður. Livingstone stóð þannig að heita mátti
tómhentur, þegar þeir Stanley fundust, því hann
átti þá ekki meira en svo, að hann gæti kostað*
sig og lið sitt mánaðartíma. Byrgðir Stanleys
komu því í beztu þarfir og á hentugasta tíma; og
þá var gamla manninum ekki minni föguuður að
því, að fá brjef heiman að; þau voru nú reyndar
orðin ársgömul. Og það var ekkert smálítið, sem
hafði gerzt síðustu árin, sem Livingstone ekki
hafði fengið neinar fregnir af. Honum þótti meira
en lítið koma til þess, að heyra Stanley segja frá
13*