Iðunn - 01.06.1889, Side 30
1ÍI6
0. Irminger:
því, er opnuð var Kyrrahafsbrautin, frá stórtíðind-
um þeim, er gerðust í styrjöldinni milli þjóðverja
og Frakka, um brottrekstur ísabellu drottningar,
um morðið á Prim hershöfðingja, o. s. frv. þetta
allt voru Livingstone nýjungar. En þótt Living-
stone þætti mikið til þess koma, að hafa rekizt ■ á
Stanley, þá var þó Stanley enn fegnari því, að
hafa fundið Livingstone, sem hann að maklegleik-
um dáðist að; honum þótti það ekki alveg ónýtt,
að heyra hann segja frá hinum aðdáanlegu ferða-
lögum og landakönnunum. það voru sannir dýrð-
ardagar fyrir hann, fréttaritarann, þessir dagar,
sem þeir voru saman, Stanley og Livingstone.
þeir Livingstone og Stanley fóru langar leiðir
saman eptir Tanganikavatninu, til þess að kanna
það, hvort vatn þetta stæði í nokkru sambandi
við annað stórvatn, er lá norður af því; og að því
búnu urðu þeir samferða til Tabora, Stanley til
þess að hverfa heim með þau miklu tíðindi, er
hann hafði að segja, en Livingstone til þess að
halda áfram landakönnunum sínum, og átti honum
ekki að auðnast að koma lífs heim aptur. Honum
þótti ekki nærri því komandi, að fara heim og leita
sjer hvíldar. 1 Tabora lá fyrir honum varningur, sem
honum var ætlaður, og Stanley bætti þar við hann
4000 álnum af baðmullardúkum, 992 pundum af gler-
tölum, 350pundum af eirvír, vatnsheldu tjaldi, skot-
föngum o. s. frv., og lofaði hann honum að skilnaði,
að gera út á Sansibar lest til hans.
þeir Livingstone og Stanley skildu 14. marz
1872, og varð mikið um að skilja, og hvataði nú
Stanley hið mesta hann mátti ferð sinni til sjóar,