Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 31
Henry Morton Stanley.
197
og stóð nú ekki á burðarmönnum hans, því þeir
hlökkuðu til að komast í fullsæluna, sem beið
þeirra í Sansibar, þegar þeir væru búnir að fá það,
sem eptir stóð af kaupinu þeirra; og snemma í
maímánuði var Stanley aptur kominn ofan að sjó,
17 mánuðum eptir að hann kom til Afríku. Hann
kom svo aptur, að hann fyrir ferð sína var orðinn
frægur maður; kom hann með brjef frá Living-
stone um hinar mikilsverðu landakannanir hans;
en sjálfur var hann maðurinn, er hniði «fundið»
mann þann, er allir menntaðir menn um allan
heim fyrir hvern mun vildu vita um, hvar væri
niður kominn. A Sansibar stóð Stanley við það
skemmsta hann gat, áður en hann fór þaðan til
Evrópu, en þar hitti hann marga Englendinga,
sem þá voru að búa út heilmikinn leiðnngur, sem
átti að fá fréttir af Livingstone; en hinn ötuli
frjettaritari ameríska blaðsins hafði orðið hrað-
ari að bragði en þeir.
A Englandi kunnu sumir því illa, að maður
gerður út af Ameríkumönnum skyldi hafa orðið til
þess, að bjarga úr vandræðum hinum fj'æga skox.ka
landakannanda, svo að þegar Stanley kom til
Lundúnaborgar, var honum hvergi nærri eins
vel fagnað, eins og hann hafði til unnið; surair
kváðu jafnvel upp úr með það á prenti, að það
kefði ekki verið Stanley, er kom Livingstone til
liðs, heldur hefði það verið Livingstone, er bjarg-
aði Stanley úr beyglum. En brátt sannfærðust
menn um, að það var ekki skrum eitt og hégómi,
er Stanley fór með í ferðaskýrslu sinni, svo að
tonum var margháttaður sómi sýndur; meðal ann-