Iðunn - 01.06.1889, Side 32
198
0. lrminger:
ars fékk liann bréf frá utanríkisráðgjafa Englands,
og fylgdu bréfi dýrindis gulldósir gimsteinuin sett-
ar frá Viktoríu drotningu.
Af ferð þessari varð Stanley frægur maður, og
Xerðasaga hans: «Um það hvernig eg faun Living-
stone», var þýdd á margar útlendar tungur. «þeg-
ar eg kom til Massilíu», segir Stanley, «þá eins og
lagði hr. Bennett smiðshöggið á verk sitt með rausn-
arbragði einu, sem sjálfsagt er dæmalaust. Eg hafði
lofað Dr. Livingstone því, að senda bréf hans til
ættingja og vina 24 stundum eptir að 2 bréf frá
honum til Bennetts væru prentuð í Luudúnarblöð-
uuum. Til þess að eg gæti efnt orð mín við Li-
vingstone, lét umboðsmaður «New-York-Heralds»
vlra bæði bréfin til Ameríku, en það kostaði 2000
punda sterling (36,000 kr.!).
Seint á árinu 1873 fór Stanley aptur til Afríku,
sem fróttaritari fyrir «New-York-Herald», til þess
að segja fréttir af ófriði, sem Englendingar þá áttu
í við konunginn í Ashanti, sem er svertingjaríki,
er liggur skammt upp af þeim hluta Guineastrand-
arinnar, er Eílabeinsströnd heitir.
Vorið 1874 kom Stanley aptur til Evrópu; þá
frétti hann það, að Liviugstone væri andaður, og
að lík hins ágæta ferðamanns væri á leiðinni til
Englands. Við hina hátíðlegu jarðarför Livingstones
var Stanley sá sómi sýndur, að hann var látinn
vera einn af þeim, er bar klæðið, er haft var yfir
líkkistunni.
það er vel skiljanlegt, að Stanley, sem nú var
búinn að vera bæði í Abessiníu og Asjanti, og sem
hafði áunnið sér svo mikla frægð, með því að leita