Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 33
líenry Morton Stanley.
199
upp Livingstone, hafi lagt mikinn hug á að kynn-
ast betur landaskipun í Afríku, enda var hann
vakinn og sofinn að hugsa um það. Einu sinni
bar það á góma milli hans og eins af eigendum
enska blaðsins Daily Telegraph’s, hvað mikið væri
enn ókannað hið innra í Afríku. Meðan þeir voru
að skrafa um þetta, er Stanley spurður að því
hvort hann mundi treysta sér til, að halda áfram
landakönnunum Livingstones. Stanley játti því;
en með því að hann var bundinn við New-York-
Herald, þá kom þeim saman um það, að senda
Bennet vírskeyti upp á það, hvort hann fyrir hönd
blaðs síns vildi vera samtaka um það, að gera
Stanley út, til þess að fullkomna landakannanir
þær í Afríku, er gerðar höfðu verið síðustu árin.
það stóð ekki lengi á svarinu frá Bennett, enda
vár það ekki nema þessi tvö orð: «Já, Bennett»,
og með því var ráðinn hinn mikli leiðangur, er
þau blöðin Daily Telegraph og New-York-Herald
urðu samtaka um að gera út. Hefir aldrei ein ferð
farin verið sú, er jafnmikið og þessi fræddi menn
um landaskipun í Afríku, og hún varð til þess, að
jafngóður rekspölur er kominn á í Kongolöndunum
og þegar er orðið.
þegar förin var ráðin, lét Stanley fara að efna
til alls útbúnaðar undir ferðina, en skrapp sjálfur
anöggva ferð til New-York, og stóð þar við eina 5
daga, til þess að kveðja vini sína, og fór svo apt-
ur til Lundúna. Óðara en það fréttist, að Stan-
ley ætlaði að fara til Afríku, sem foringi fyrir stór-
um leiðangri, hrúguðust að honum bónarbréf úr
öllum áttum um það, að ve'rða tekinn til fylgdar