Iðunn - 01.06.1889, Page 34
200
O. Irminger:
við hann; og voru þau frá mönnum af ö'lum stéttum.
Bæði hershöfðingjar, handverksmenn og horðsveinar
buðu honum þjónustu sína; en hann tók enga með sér
nema verzlunarþjórneinn, sem Friðrik Parker hét, og
tvo unga vaska sjómenn, bræður tvo, erhétu Jón Po-
cock og Eðvarð Pocock; en allir dóu þeir í Afríku.
þ>ess þarf ekki að geta, að Stanley var það að öllu
leyti í sjálfs vald sett, hvernig útbúnaðurinn var,
því nú var hann reyndur Afríkufari; eitt meðal
margs annars, sem honum var lagt til ferðarinnar,
var bátur einn, 40 feta langur, smíðaður af mestu
list; það mátti taka þenna bát í marga parta, og
gat hver partur um sig flotið, og mátti fleytast á
pörtunum yfir ár. Bátur þessi var kallaður «Lady
Aliee», og kom hann opt síðar á ferðinni að góðu
haldi, þar sem farið var á vötnum og ám mörg
hundruð mílur. Aður Stanley lagði af stað, gáfu
vinir hans og vildarmenn honum ýmsar gjafir;
meðal gjafa þeirra voru og tveir hundar afbragðs
vænir; en þeir drápust á leiðinni.
21. dag septembermánaðar kom Stanley og hvítu
förunautarnir hans til Sansibar, og tók hann þar
strax til að búa sig til ferðarinnar; lét hann sér
mest um það hugað, að ráða til fylgdar við sig
góða hermenn og burðarmenn. Nú. hafði Stanley
miklu meira lið, en þegar hann fór ferðina til þess
að leita að Livingstone, enda urðu nú erfiðleikarn-
ir á því, að útbúa liðið og -koma skipun á það,
miklu meiri en þá. Eptir tveggja mánaða strit og
stímabrak hafði Stanley lokið við útbúnað sinn og
var kominn með allt sitt til meginlands, og þar
lá hann í landtjöldum með allt lið sitt í fáeina