Iðunn - 01.06.1889, Síða 35
Henry Morton Stanlev.
201
daga, og tók sig svo upp 23. nóv. 1874; var þá
allt lið hans 356 manns, en af því liði voru 36
konur og 10 börn. Konurnar voru flestar giptar
trúnaðarmönnum hans, möntium frá Sansibar, er
höfðu verið í mörgum ferðalögum og margt reynt;
þessa menn skipaði hann undirforingja, og var lít-
il valin sveit þeirra í ferðarsporðinum, og áttu
þeir að reka áfram þá, sem ætluðu að dragast
aptur úr, og handsama strokumenn.
Kyrst var ferðinni heitið til hins mikla stöðu-
vatns, er heitir Yiktoría Njanza; það er 4000 fet-
um hærra en yfirborð sjávarins, og er eitt af stór-
vötnum þeim, er Nílá kemur úr. Jafudægrabaug-
urinn liggur yfir þvert vatnið; þaðan sem Stanley
tók sig upp austur við Indlandshaf, eru hér um
bil 110 mílur að landsuðurhorni vatnsins. Arið
1858 hafði Englendingurinn Speke fyrstur Evrópu-
manna fundið vatnið, og komið þangað aptur
1862, en það hafði aldrei verið siglt um vatnið,
og strendur þess voru að mestu leyti ókannaðar,
svo að það var mikils vert að fá nánari kynni af
vatni þessu.
Hér um bil 50 mílur fór Stanley leið, er ekki
lá langt frá leið þeirri, er hann hafði farið, þegar
hann var að leita að Livingstone. A þessari leið
átti Stanley þegar í miklu stímabraki við burðar-
menn sína, og tæpar 3 vikur hafði hann verið á
leiðinni, þegar hann hafði misst 50 manns, er
strokið höfðu, og höfðu þó þeir, er voru í ferðar-
sporðinum, opt handsamað strokumenn. Fyrstu
fimm vikurnar lagði Stanley svo af, að hann létt-
ist um 4 fjórðunga. IJm nýársleitið voru 20 menrr