Iðunn - 01.06.1889, Side 37
Henry Morton Stanley.
203
með sér góðan skammt af liirsi, og liöfðu þau
fagnaðartíðindi að segja, að þeir væri ekki langt
frá mannabyggðum. Viku seiuua dó hinn fyrsti
þeirra þriggja hvítu manna, er ráðizt höfðu til
samfylgdar við Stanley; það var Eðvarð Pocock, og
var hann jarðaður undir tré einu.
21. dag janúarmánaðar, eða hér um hil 2 mán-
uðum eptir að Stanley hafði tekið sig upp með lið
sitt, voru 20 manns dánir, en 89 stroknir. Hann
reyndi á leiðinni að ráða sér burðarmenn í stað
þeirra, sem strokið höfðu, en það gekk misjafn-
lega. Næstu dagana þar á eptir áttu þeir að fara
um byggðarlag, þar sem landsbúar sýndu þeim
fullan fjandskap, gerðu þeim fyrirsát, og .fengu
þannig drepið af þeim 2 menn; út af þessu sló í
bardaga, og féllu í honum 22 menn af Stanley; en
þar með var líka verstu þrautuuum lokið, að
minnsta kosti fyrst um sinn; því að úr því lá leið
þeirra um land friðsamra manna, er bjuggu í frjó-
sömu landi, þar sem svo var gott. til veiða á gír-
affa, zebradýr, antilópur og bútfalóuxa, að dráps-
klyfjar af þurkuðu keti fengust upp á marga burð-
armenn. Verðlag á matvælum var hér svo gott, að
uxa mátti fá keyptan fyrir 9 álnir af rýrðar-baðm-
ullardúk.
Allir voru lijartanlega fegnir, þegar lestin, eptir
103 daga ferð, komst upp að hinu mikla stöðu-
vatni Victoria Nyanza; og þar sló Stauley upp
landtjöldum sínum. Nú var Lady Alice skrúfuð
saman; síðan skipaði Stanley þá Pocock ogParker
yfir liðið, en fór sjálfur 8. marz út á Lady Alice
og hafði með sér 11 manns af liði sínu, þá sem