Iðunn - 01.06.1889, Side 38
204 0. Irminger:
hugrakkastir voru. fað veitti samt full-erfitt að
fá þá til þess, að ráðast í þessa glæfraferð á opn-
um bátnum; því að það gengu ýmsar kynjasögur
af þessu afarmikla vatni, og fölki því, er byggi
á ströndum þess; og víst er um það, að vatnið er
æði stórt —það er hér um bil 150 mílur ummáls,
og þeir Stanleys liðar voru engir sjómenn; en það
hefði þó ekki átt að þurfa mörg ár til þess að
sigla í kringum vatnið, eins og sögurnar gengu
meðal þarlendra manna; en annað var nærri því
lakara, og það var það, að á ströndum þessa vatns
byggi menn með rófum, og mannætur og annað ill-
þýði.
En allt um það lagði Stanley af stað; gerðist
margt sögulegt í ferð hans, og hann rataði í marg-
ar mannraunir; en hann ávann það með ferð siuui,
sem mikils vert má telja, að nú fyrst fengu menn
nokkurn veginn greinilega hugmynd um stærð
vatns þessa og lögun. Stanley hélt sífellt með
ströndum fram, því hann vildi vita, hvernig lands-
lag væri að vatninu, og hvaða þjóðir byggi með
fram því. Optast nær reyndust þarlendir menn
honum vinveittir; en út af því brá þó; lótu þeir þá
örvar og grjótkast drífa yfir Stanley og menn hans;
og marga nótt var það, þegar hvassviðri gerði, er
stóð á land, og hafrót gerði, en þeim ókunnug
landtakan, að þeir Stanley voru svo sem á milli
heims og helju. Mikið fannst þarlendum mönn-
um til um Lady Alice, svo sem von var; þó var
það einkum seglið og stýrið, sem þá mest kynjaði
á. 1 vatninu voru ósköpin öll af nykrum (vatna-
hestum), en Stanley varð að sitja á veiðilöngun