Iðunn - 01.06.1889, Side 39
Henry Morton Stanley.
205
sinni, af því að hætt var við, ef nykrarnir trylltust,
að þeir kynnu að ráðast á hinn grannviðaða
bát.
Eptir hér ura bil fjögra vikna ferð kom Stanley
að norðvesturhorni vatnsins. þar liggur að vatn-
inu land það, er Úganda heitir, forkunnar-fagurt
land og frjósamt; þangað hafði Speke kapteinn, sá
er fyrstur Evrópumanna fanu vatnið, og annar
Englendingur, er Grant hét, komið fyrir þrettán ár-
um, og þar fékk Stanley hinar beztu viðtökur hjá
Mtesa konungi, sem var mesti merkishöfðingi í
sinni röð.
Með þeim Stanley og Mtesa féll svo, að brátt
var eius og þeir væru aldavinir. Mtesa er nú dá-
inn fyrir fáum árum, en þá ríkti hann yfir landi
með tveimur miljónum manna. Hann var vin-
veittur hvítum mönnum, einkum fyrir það, að hon-
um fundust þeir vera einhvers konar æðri verur,
því sem næst að vera almáttugar og alvitrar, sem
áttu byssur, er aldrei báru skakkt og aðra því utn
líka kynjagripi. Kaupmenn frá Arabíu höfðu gert
hann að hálfgildings Múahmeðstrúarmanni; og þeg-
ar þess er gætt, að hann haföi sömu alvaldsráðin,
sem aðrir sannir Afríkuharðstjórar hafa, þá var
það öll furða, að hann var ekki verri viðfangs en
hann var. Mtesa var allra manna gestrisnastur;
en gestrisni hans var nú reyndar í því fólgin, að
útlendum mönnum var heimilt að taka frá vesa-
lings þegnum hans allt, sem þeir girntust, og þurftu
ekkert fyrir að greiða. Hann gekk ekki klæðlaus,
svo sem hinir smákonungarnir, er Stanley hafði
séð, heldur hafði hann tekið sér arabiskan búning;