Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 40
206
O. lrminger:
hann hafði hirð um sig, lífvörð hafði hann í ein-
kennisbúningi, við hirð hans voru og skutulsveinar
og böðlar; hann átti og allstóran flota stórra leið-
angursbáta.
Ein saga, sem Speke hefir sagt um Mtesa, gef-
ur miklu betri hugmynd um hagi og háttu við
hirðina í Uganda, heldur en löng lýsing. Jpess ber
og að minnast, að Mtesa var engli líkari en manni
í samanburði við föður sinn; því hann lét sama
daginn drepa átta hundruð manna fyrir glæp, sem
einn hafði framið. Saga Spekes er svona: «Kon-
ungur bað mig dag einn um það, að skjóta sem
hraðast fjórar kýr; en eg hafði engar kúlur í kúlu-
byssuna mína, og bað því konung að ljá mér hjól-
skammbyssu þá, er eg hafði gefið honum, og með
henni skaut eg allar kýrnar á svipstundu. Menn
ágættu mjög þetta verk, og töldu það undrum sæta,
og konungurinn gaf liði mínu kýrnar. Síðan hlóð
nú konungur sjálfur eina af byssum þeim, er eg
hafði gefið honum, dró upp bóginn, fókk svo byss-
una einum af hirðsveinum sinum, og segir honum,
að bregða sér út með byssuna, og skjóta einhvern
mann. Drenghnokkinn kemur brátt inn aptur, og
er þá eins hróðugur að sjá, eins og piltur mundi,
er hefði verið svo heppinn að ná skaða, eða veiða
silung. «Já, já, hvernig tókst það?» segir konung-
ur. «Afbragðsvél», segir strákurinn, og var ekki á
að sjá, að nokkur maður fengist um þetta; að
minnsta kosti varð engum þeirra, er við voru
staddir, að vegi að spyrja að því, hver sá hefði
verið, er strákurinn hafði drepið».
Mtesa var orðinn 13 árum eldri, þegar Stanley