Iðunn - 01.06.1889, Síða 41
Henry Morton Stanley.
207
heimsótti hann; en honum þótti ekki mannslífið
stórum meira virði þá en fyr. Hann var hemju-
laus harðstjóri, og auk þess drykkjumaður hinn
mesti, en við Stanley var hann hinn gestrisnasti,.
og lóði Ijóflega eyru frumsannindum kristindóms-
ins; en þar sem Stanley hefir kallað hann ofram-
farafrömuð Miðafríku», þá á það ekki við annað að
styðjast en það, að honum þótti vænt um að hafa
livíta rneun sér við hönd; en það var reyndar af
einberri eigingirni. það, að Mtesa þó að nafninu
til ríkti yfir ríki með einhverju skaplegu fyrirkomu -
lagi, hefði mátt styðja að því, að greiða götu veru.
legrar þjóðmenningar. Síðar meir tók hann einn-
ig með góðum beinleikum við kristniboðendum
þeim, er sendir voru til I ganda; létu þeir þangað
leiðast einkum fyrir ferðasögu Stanleys; en sonur
hans Mwanga er allra manna grimmastur, og hefir
hann sýnt kristniboðunum fullan fjandskap, og
þeim þegna sinna, er kristna trú hafa tekið, og
hefir hann látið drepa eða limlesta marga
þeirra.
í Uganda stóð Stanley við hálfan mánuð, og
hélt hann þaðan áfram ferð sinni, og fór nú suður
vatnið með vesturströnd þess; en Mtesa hét hon-
um því að skilnaði, að hann skyldi senda báta á
eptir honum, til þess að flytja allt lið hans og far-
angur til Úganda. Meðan Stanley dvaldi í Ú-
ganda í fyrra sinni, bar nokkuð það til nýlundu,
er hann hafði sízt búizt við. Dag einn sagði
Mtesa honum, að annar hvítur maður sé kominn
þangað til landsins, og sé hann Tyrki; þarlendir
menn kalla Egipta Tyrki, en Egiptar hafa smáþokazt