Iðunn - 01.06.1889, Síða 42
208
0. Irminge-f-:
lengra og lengra suður eptir Afríku upp með Nílá.
Nýkomni maðurinn var Linant de Bellefonds ofursti;
hann var sendur til Mtesa frá hinum ágæta Gor- •
don pasja, er ]pá hafði landstjórn í Súdanlöndun-
um (Biálöndum); var það sá hinn sami Gor-
don, er féll við frægan orðstír 'í Khartúm, þegar
sveitir falsspámannsins brutust inn í Khartúm í
janúarmánuði 1885. Báðum hvítu mönnunum kom
það jafn óvart, að hittast þarna, og lifðu þeir hinu
ánægjulegasta lífi þá tvo dagana, sem þeir máttu
saman vera. Eptir fárra daga dvöl í Uganda
hvarf Linant de Bellefonds aptur; en á norðurleið-
inni var honum veitt atganga af svertingjaþjóð-
flokk einum upp með Nilá sunnanverðri, og brytj-
uðu þeir hann niður og alla þá, er með honum
voru.
A leiðinni suður að lestarstöðvum Stanleys bar
margtitil tíðinda, og opt sló í hart milli Stanleys
og strandbyggjanna, og einu sinui varð Stanley að
taka til fílabyssu sinnar, sem var hlaðin með
sprengikúlum, til þess að fá várizt aðsókn báta.
Eptir 57 daga burtuvist kom hann aptur til manna
sinna, er fögnuðu honum svo sem hefðuþeir hann
iir helju heimtan; en þar beið hans þá og sú
harmafregn, að dáinn var enn einn af hvítu sam-
fylgdarmönnunum hans, Parker; var þá enginn
■eptir nema Jón Pocock.
Stanley beið nú um hríð eptir bátum þeim, er
Mtesa hafði heitið að senda honum, en þeir komu
ekki, svo að houum tók að leiðast biðin, og réð
hann þá af að fara landveg fyrir vestan vatnið
norður í Úganda með allt lið sitt og farangur.