Iðunn - 01.06.1889, Síða 44
210
0. Irminger:
ungs og börn hans. Stanley kraíðist þess nú af
Mtesa, að hann efndi við sig, það sem liann áður
hafði lofað honum, að ljá sér leiðtoga að vatni
því enu minna, er Níláin hefir upptök sín úr, sem
þá var lítt þekkt, en kallað hefir verið Albert Ny-
ansa; það liggur hér um bil þrjátíu mílur í norð-
vestur af Yictoría Nyansa, og hafði ferðamaður
enskur, er Samuel Baker hét, fundið það árið 1864.
Mtesa hafði þau svör, að hann gœti ekki þá um
sinn komið því við vegna ófriðarins, og að það
væri of mikil hætta, að fara norður að vatni því,
nema liðskostur væri nógur til fylgdar. Og með
því að konungur taldi sjálfsagt, að ófriðnum mundi
brátt lokið, þá lét Stanley tilleiðast að bíða. En
ófriðurinn varð æði langvinnur, þótt ekki væri
hann mjög mannspellasamur, enda var hernaðar-
aðferðin ofboð viðvaningsleg; varð nú Stanley að
vera í öllum ráðum með Mtesa. Annars var kon-
ungi það mjög á móti skapi, að þurfa að láta ann-
an eins mann og Stanley fara frá sór, jafn mikið
traust og hann hafði fengið á honum, og ekki gat
Stanley haldið áfram ferð sinni, fyr en snemma í
nóvembermánuði.
Mtesa léði að skilnaði Stanley til fylgdar einn
af höfðingjum sínum, ásamt 2 þúsundum spjótbera;
en þessi agalausi fiokkur varð Stanley nærri því
meira að ama og óliði en liði, enda voru þeir allir
hver öðrum ragari. 1 miðjum janúar (1876) kom
Stanley nú að stóru stöðvatni, Muta-Nsige, er
hann ætlaði að væri vatn það, er Nílá hefir upp-
tök sín úr, og sem hann var að leita að; en síðar
reyndist það, að þetta var ekki svo; gerði Stanley