Iðunn - 01.06.1889, Síða 46
212
0. Irminger:
hvíld í Ujiji, en lagði sjálfur af stað með Lady
Alice og annan bát til iit á Tanganikavatnið; það
liggur 2400 fetum hærra en sjávarilöturinn, og er
90 mílur á lengd, en það er hvergi breiðara en 12
snílur; á þessari sjóferð sinni var hann 51 dag, og
varð enn margs fróðari þess, er áður var ókunnugt
öllum. jpegar hann kom aptur til Ujiji, voru 5 af
mönnum hans dánir úr bólunni, og með því að æ
sýktust fleiri og fleiri, þótti honum sá hinn vænst-
ur, að verða sem skjótast burt þaðan; en þá varð
hann sjálfur veikur, og gat því ekki komizt burt
fyr en seint í ágústmánuði. Arabar sögðu svo
mikið af sögum um rnannætur, þegar lengra drægi
vestur eptir landi, að flest lið Stanleys lét hugfall-
ast, og struku 41 af liði hans, svo að hann hafði
■ekki eptir nema 129 menn; en honum vildi það til
láns, að hann fékk handsamað aptur nokkra af
strokumönnunum.
Stanley lét nú flytja lið sitt og farangur vestur
yfir Tanganikavatn, og hélt nú leiðar sinnar í
norður og vestur, og i október komst hann til ara-
biskrar nýlendu, er heitir Nyangwe, er liggur við
á mikla, er Lúalaba var kölluð; þegar Stauley kom
til Nýangwe, vissu menn það eitt um á þessa, að
hún rynni í norðurátt.
Nyangwe liggur inni í miðri Afríku, hér um bil
65 mílum fyrir sunnan jafndægrabaug, 200 mílum
fyrir vestan Indlandshaf, og 200 mílurn fyrir aust-
an Atlantshaf; þessa nýlendu áttu Arabar vestasta
um þær mundir. Til Nyangwe hafði Livingstone
áður komið. Sömuleiðis enskur ferðamaður, er hét
Cameron, og vildu þeir allt til vinna, að komast