Iðunn - 01.06.1889, Side 49
Henry Morton Stanley. ' 215
ley svo mikils, að hann kvað hann vera «sannan
Araba að vitsmununi og dugnaði».
Eptir langa samninga tókst Stanley það, að fá
Tippu-Tib til þess að fylgja sér með miklum liðs-
afla 60 dagleiðir inn í hinar ókunnu landsálfur Af-
ríku. Stanley mundi ekki með neinu móti hafa
tekizt það, að fá lið sitt til þess að halda áfrarn
ferðinni til landa, sem Arabar sögðu svo hræðileg-
ar sögur af, nema því að eins, að hann hefði öfl-
ugan liðsafla til fylgdar; en hann treysti því, að
sér mundi takast að fá menn sína til að halda á-
fram ferðinni, þegar hann væri kominn' .drjúgan
kipp frá arabisku nýlendunni. |>að var ekki hægt
að fá neina báta í Nyangwe; það var því afráðið,
að fara ofan með ánni að vestanverðu.
í Nyangwe réð Stanley sér nokkra uýja menn
til ferðarinnar, svo liðið var talsins 154 kariar,
konur og börn. Tippu-Tib réðst til fylgdar með
700 manna, en af þeim áttu 300 að fara sinna
ferða, til þess að ræna þrælum og fílabeini, þegar
lengra væri á leið komið inn í hin ókunnu byggð-
arlög. 5. nóvember byrjaði Stanley þennan eptir-
minnilega hluta sinnar frægu ferðar, og var full-
ráðinn í því fyr að deyja, en aptur að hverfa.
Hörmungar þeirra Stanleys og hans manna byrj-
uðu á því, að leið þeirra lá í gegnum myrkvið einn
mikinn, og versnaði æ því meir, sem lengra dró inn í
hann; þeir urðu með öxum að höggva sér braut,
fæturnir límdust ofan í hinn leirborna raka jarð-
veg, en svo megna gufu lagði upp af lionum, að
mönnum hólt við köfnun, og svo ógegndarlegur var
jurtagróðurinn í þessari miklu jurtabaðstofu við