Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 50
216
O. Irminger:
jafndægrahringinn, að eins var dimmt um hádag-
inn, eins og vant er að vera í rökkri. Stanley
lýsir því þannig: «Yér vissum ekki, hvort það var
glaða sólskin yfir skóginum, ©ða hvergi sæi í heið-
an himinn, því um hádaginn var eins dimmt, eins
og vera mundi stundu eptir sólarlag í tempraða
himinbeltinui'. Allir voru sí-rennvotir, vegna rak-
ans í nýgræðingsskógnum, og þannig sigsaðist liðið
áfram alveg reglulaust. það var rétt að því kom-
ið, að vesalings burðarmennirnir, sem áttu að drægs-
ast með Lady Alice, örvingluðust, því baggaroir
þeirra voru svo fyrirferðarmiklir, að þeir voru ein-
lægt að rekast í viðvindla og nýgræðingsgreinar.
Stanley sagðist svo frá: «Vér þóttumst reyndar
hafa séð skóga áður; en þeim tíma, sem vér ráfuð-
um áfram í þessum myrkvið —það er ekki hægt á
nokkra tungu að finna neitt nafu, er honum sé
samboðið— munum vér aldrei gleyma, vegna
allra þeirra hörmunga, sem vér tókum út í hon-
um».
Tippu-Tib var hvorki kjarklítill né úrtölusamur,
og í 9 ár hafði hann lifað inni í miðri Afríku; en
þegar hann liafði verið Stanley samferða í lldaga
í þessum ógöngum, þá sagði hann Stanley, «að
sér hefði aldrei til hugar komið, að nokkursstaðar
í heiminum væri til jafn hryllilegur staður og þessi
myrkviður, þar sem loptið væri banvænt öllum
mönnum, og að landið, sem þeir væru nú að vafra
í, væri ófærG yfirferðar; það væri að eins ætlað tii
bústaðar vesölum heiðingjum, öpum og öðrumvilli-
dýrum». Tippu-Tib sagði honum auk þess afdrátt-
arlaust, að nú hyrfi hann aptur. Síðan töluðust