Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 51
217
Henry Morton Stanley.
þeir lengi við Stanley og Tippu-Tib, og lauk svo
því samtali, að Tippu-Tib lét tilleiðast að verða
með liði sínu Stanley samferða epn 20 dagleiðir,
en Staníey lofaði því, að fara að ánni, og var
það ráðið að fara yfir um hana, til þess að vita
um það, hvort færðin yrði ekki skárri hinu meg-
inn.
þegar þeir komust ofau á árbakkann, var Lady
Alice sknifuð saman, og ætlaði Stanley sér með
lítinn hluta liðsins, að fara eptir ánni, en Arabar
og meginhluti Scanleys manna áttu að halda áfram
landleiðina ofan með ánui. þegar hér var komið
var allt lið Stanleys orðið mjög huglaust, og allt
virtist benda á það, að nú ætti brátt úr að skera,
hvort Stanley ætti að fá framgengt fyrirætlan sinni
eða ekki, því að enginn vildi fara á flot með
honum. Hann stefndi því á sinn fund bæði Aröb-
um og öllu liði sínu, og reyndi að hughreysta þá
með þessari ræðu:
«Arabar, synir Sansibars; heyrið nú það, sem
eg nú mun segja yður. Sjáið þessa miklu á;
frá upphafi alda hefir hún runnið myrk og lygn
svo sem hún rennur enn í dag. Hvert rennur
hún? Hún rennur til sjávar, svo sem allar stór-
ár; til sjávarins, skeiðvallar hinna stóru skipa; til
sjávarins, á hvers ströndum búa vinir yðrir og
mínir. Engi lifandi sál hefir eun farið milli þess
staðar, er nú stöndum vcr á, og sjávarins. það
erum vér, er vinna eigurn það frægðarverk —vér
og engir aðrir. það er skapanna dómnr. Guð
almáttugur hefir fyrirhugað, að áin að ári kom-
anda verði kunn að endilöugu. 1 dag læt eg setja