Iðunn - 01.06.1889, Page 52
218
0. Irminger:
fram bát minn, og eg sver það, að eg mun í bát
mínum vinna það verk, sem mér er æt,lað að vinna.
þér menn frá Sansibar! þér hafið nú fylgt mér svo
sem börn föður gegnum mörg lönd. Vér höfum
saman siglt yfir stór vötn. Eiguin við tveir einir, eg
og minn hvíti bróðir, að fara út í bátinn? CEtlið
þér að hverfa aptur, og segja vinum yðar frá því, að
þér hafið yfirgefið mig í þessu óvistlega landi og
látið mig deyja? Eða ætlið þér, sem hafið þegið
svo margar velgjörðir af mér, að leggja á mig
hendur og binda mig, og fara heim með mig
nauðugan? Segið, hvað yður er í hug. Hvar eru nú
mínir hugrökku menn? Hver þoiir að verða mér
samferða?»
Hugprúður Sansibar-maður, sem var formaður
á Lady Alice, stökk fram og hrópaði: '(Eg fylgi
þér, herra, í lífi og dauða». «0g eg, og eg með»
kölluðu þá fleiri; og alls gáfu sig fram 38. «Nú
hefi eg nóga», sagöi Stanley fagnandi, með því
hann vonaðist eptir því, að hitt liðið mundi
seinna meir dragast með félögum sínum.
Tippu-Tib og Arabar hans leituðust nú við að
telja Stanley hughvarf, og fá hann af því, að
ráðast út í aðra eins ófæru jafn fáliðaður; en
hann bað hinn volduga þrælakaupmann að at-
huga það, að hann ávallt hefði lifað innan um
eintóma þræla, og kynni því ekki að meta hinar
göfuglegri tilfinningar manna, og sagði honum jafn-
framt skýlaust, að hann fengi ekki eyrisvirði lijá
sér fyrir fylgdina, ef hann færi að draga kjark úr
liði síuu með æðrumálum. En hins vegar hét
Stanley því, að Tippu-Tib og hver annar, sem greiddi