Iðunn - 01.06.1889, Side 53
Hem'j’ Morton Stanley.
219
ferð sína, skyldi eiga til sín að muna sem «hins ör-
láta hvíta manns».
Og áfram var ferðinni haldið. Hvað eptir ann-
að varð Stanley og fylgdarlið hans að berjast við
villiþjóðir þær, er bjuggu meðfram ánui. Stundum
voru þeir að dauða komnir af hungri; stundum voru
allt að 70 manua veikir úr bólunni. Um jól skildu
Arabar við Stanley, og var það nokkru fyr en um
var samið; en þá voru þeir orðnir alveg huglausir.
En þá var þó ekki komið nema eitthvað um 40
mílur frá Nyangwe; og á Lady Alice' og 23 bát-
um, sem Stanley hafði náð í einni orustunni, sem
hann átti við þarlenda menn, sigldi nú Stanley
og lið hans lengra «inn eptir meginlandinu myrkva»,
eptir ánni, sem enginn vissi hvert rann. þ>að var
alvörumikil stund, þegar Arabar skildu við Stanley;
og þegar Arabar hófu upp skilnaðarsöng sinn,
fengu fæstir af Stanleys mönnum tára buud-
izt.
|>ar sem þeir skildu, var áin hér um bil 2700
álna breið, og var full af hólmurn; á árbökkun-
um virtist vera sæmilega þéttbýlt. A kveldin
slógu þeir landtjöldum á árbökkunum; þar sem
þess var kostur, fékk Stanley þarlenda menn til
þess að vera leiðsögumenn, hvort sem á landi
var farið, eða eptir ánni; en opt var það og, að
Stanley varð að berjast bæði á landi og á bát-
unum við óaldarlýð þann, er varð á vegi hans,
og einu sinni vann hann geysistóran bát, 85
feta langan. Smám saman þokaðist Stanley með
hð sitt norður undir jafndægrahring —svo sem
fyr var getið, liggur Nyangwe 65 mílum fyrir