Iðunn - 01.06.1889, Side 56
222 0. Irminger:
honum heill floti af bátum; voru þeir 54 saman;
fyrir flota þeim fór afarstór bátur, er 80 réru, en
höfðingjar og hermenn stóðu í báðum stöfnum og
miðskipa, og var í honum glaumur mikill af her-
söngvum, bumbuslætti. og glym fílabeinslúðrai A.
hlummunum á árum þeirra voru fílabeinskúlur til
prýðis, og á handleggjunum höfðu heldri mennirnir
og hermennirnir stóra fílabeiushringa. Stanley
skipaði nú bátum sínum til atlögu. Að fornum
víkingasið hlífði hanu liði sínu með því að skara
hátana skjöldum með endilöngum borðstokkum, en
skjöldum þeirn hafði hann náð í bardögum þeim,
sem hann áður hafði átt í; ekki lét Stanley skjóta,
fyr en spjót óvinanua hvinu yíir höfðum hans
manna; en þá sendi hann þeim þær sendiugar, að
þeir sáu þann sinn kost beztan, að flýja undan og
leita lands, en Stanley lét síua menn veita þeim,
eptirför, og greiða atgöngu að þeim í þorpum
þeirra, og komust þeir Stanleys liðar þar yfir ó-
grynni fílabeins. f>ar var svo mikið fyrir af þessari
dýrindisvöru, að það var haft í óvönduðustu á-
höld.
HálTsmissiristíma lét nú Stanley þannig herast
með straumnum nærfellt 200 mílur, og gerðist
margt sögulegt á leið þeirri, og víða varð hann líf
sitt að verja, en einlægt þokaðist hann nær At-
lanzhafi; en þá rekur hann sig aptur á geysilang-
an kafla, er áin féll um í eintómum fossum, og
þar lá við sjálft, að Stanley færist með öllu sínu
liði. þegar áin hefir runnið þeunan afarstóra sveig,
sem fyr var nefndur, fyrir norðan jafndægrahring,
þá fellur hún á 40 mílna löngu sviði í eintómum