Iðunn - 01.06.1889, Page 60
226
0. Irminger:
yður frá eymdarástandi voru. Vér líðum hinn
mesta skort; en ef eg fæ hjálp, þá komumst við
að vonanda er tii Bmboma á 4 dögum; en bezt
af öllu væri það, ef eg gæti fengið tíu til fimmtán
bagga af hrísgrjónum, til þess að stinga ofan í
tóma magana. Fái eg ekki neina hjálp, áður eu
tveir dagar eru liðnir, horfi eg fram á hrylliléga
hörmungadaga meðal míns dauðvona liðs. Ef svo
væri, að þér ættuð eitthvað af óhófsvörum, öðrum
eins og tei, kaffi, sykri og hveitibrauði, sem eg
gæti gætt mér á, þá bið eg yður að senda mér
ögn af því.
Henry M. Stanley.
P. S. Ef þér ekki kannizt við nafn mitt, þá er
eg sami maðurinn sem 1871 fatin hann Livingstone»-
Hvítu kaupmennina í Emboma hefði ekki furð-
að meira á því, þótt bréf þetta hefði komið a£
hirnnum ofan, en á því, að það skyldi koma úr
þessari átt; en hins þarf ekki að geta, að þeir hið
allra bráðasta urðu við öllum bænum Stanleys, og
greiddu fyrir lionum langt um meira en hann bað
um. Nú var Stanley og allt hans líð úr öllum
vandræðum leyst, og 9. ágúst 1877, á 999. degi
ferðariunar, komst Stauley til Emboma, ásamt 115
förunautum sínum, og voru þeir allir líkari beina-
grindum en lifandi mönnum. Frá ósum Kougóár-
innar lót svo Stanley flytja sig og allt lið sitt á
•stórum eldbáti* —svo kallaði lið haus gufuskip—
austur til Sansibar, og kom á leiðinni við í «Höfða-
kauptúni*; í Sansibar kvaddi Stanley hjartanlega
sitt svarta fylgdarlið, er undir forustu hans hafðí