Iðunn - 01.06.1889, Page 61
227
Henry Morton Stariley.
reynt svo margt mi'sjafnt, og þaðan fór hann sjálf-
ur aptur til norðurálfunnar.
Svo sem skiljanlegt er, fannst menntuðum mönnum
um allan heim mjög mikiðtilum þá fregn, aðStan-
ley hefði skotið upp vestuf á Atlanzhafsströnd,
eptir að hafa gert einhverja liina mikilsverðustu
uppgötvun í landafræði, og var nú ekki sparað að
sýna honum margháttaðan sóma. Oðara en hann
kom heim úr feröalagi sínu, tók liaun með mesta
kappi, svo sem honuin er lagið, til að skrásetja
sín alkunnu ferðasögu, «gegnum meginlandið myrkva»,
og hefir sú ferðasaga verið mest lesin allra ferða-
sagna nú á dögum. En honum var ekki ætlað að
hafa langar kyrsetur, því uppgötvun Kongóárinnar
varð til þess, að ráðizt var í afarmikið stórræði,
en við það þótti einkar mikilsvert að geta notið
ráða og aðstoðar hins reynda Stanléys.
Meðan Stanley var á leiðiuni lengst inni í Af-
rfku, hafði Leópold Belga konungur gerzt forkólfur
að afarviðfangsmiklu fyrirtæki, til eflingar sannr-
ar þjóðmenningar. Hér verður ekkert farið út í
sögu þessa fyrirtækis; vér látum þess að eins getið,
að það varð til þess, að hið frjálsa Kongóríki var
stofnað. Upphaflega var svo til ætlað, að hafa
fastar stöðvar á Sansibarströndinni, og stofna svo
þaðan hverjar stöðvarnar inn af öðrum inni í Af-
ríku, til þess að koma á verzlun við svertingja-
þjóðirnar, og mennta þær, og til þess að Afríku-
fararnir á þeim gæti átt hæli og athvarf. það vau
þegar búið að koma á stofn nokkrum slíkum stöðv-
um þar eystra, þegar fregnin barst til Evrópu um
15*