Iðunn - 01.06.1889, Síða 62
228
O. lrminger:
hina frægu fei'ð Stanleya; en jafnskjótt og Leo-
pold konungur fékk sannar sögur af ferðalagi hans,
gat hvorki honum né neinum öðrum þeirra manua,
er vildu vera í samvinnu við hann, blandast hugur um
það, að ekki væri annað hægt, en álíta hina afarvatns-
miklu Kongóá með öllum þveránum, sem í hana
renna, eins og aðra lífæð Miðafríku, og að því mundi
vera tiltækilegast að gera hana að aðalbraut hinna
miklu fyrirhuguðu menningartilrauna. Og óðara
en Stanley var aptur landfastur orðinn í Evrópu í
janúarm. 1878, komu til hans sendiraenn frá Leó-
pold konungi, til þess að fá liðsinni hans, því af-
armikið þótti undir því komið, að það fengist. En þá
sem stóð var Stanley allt of mikið eptir sig eptir ferða-
lagið —og þurfti auk þess að semja ferðasögu
sína—■ til þess að hann gæti sinnt því, sem Leó-
pold konungur fór á leit við hann; en 10 mánilð-
um síðar fór hanu á fund Leópolds konungs í
Bryssel, til ráðagerðar' við hanh og ýmsra samn-
inga, og réðst það með þeim, að Stanley í janú-
armánuði 1879 fór til Sansibar, til þess að ráða
lið í nýjan leiðangur, og var stórmannlega fengið
til alls útbúnaðar. Var Stanley ætláð að koma á
fót fösturn stöðvum upp með Kongó, og honum
gefið fullt umboð til þess, að kaupa lönd eða leigja
af þarlendum höfðingjum.
A Sansibar réð Stanley til sín 68 menn einvala-
liðs; höfðu f þeirra áður verið förunautar hans
yfir um þvera Afríku. Með þessa menn fór hann
norður eptir Kauðahafi og vestur í gegnum Mið-
jarðarhaf og svo suður til Kongó-ósa; og þangað
kom hann í ágústmánuði, réttum tveimur árum