Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 64
230
0. Irminger-.
liði hans svo hörmulega leikseigt á hans fyrstu
ferð «gegnum meginlandið myrkva», voru nú settar
á stofn fyrstu áfanga-stöðvarnar, og kallaðar Vivi.
5?ær liggja hátt. Hér þurfti svo um að búast, að
allt lið það, er var í þessum mikla leiðangri, gæti
haft þar fastar stöðvar meðan ekki væri lengra
komið, og haft þar öll föng þaueráþurfti að halda,
þegar lengra væri sótt fram, og var þetta yfirburða-
mikið stórvirki og eptir því ertítt. Mörg hundruö
þarlendra manna voru látin vinna að þessu, og
það var nú fyrsta þrautin, að fá þá vanda við
reglulega vinnu; þá þurfti og að semja við þar-
lenda höfðingja, bæði um landakaup og um leyfi
til þe8S, að hvítir menn mættu ráða þegna þeirra
í vinnu hjá sér. Hér var ekkert umtalsmál um
það, að fara fljótt yfir land, heldur þurfti Stanley
hér að ná föstum stöðvum, hæna að sér þarlenda
menn, og ávinna sér traust þeirra, byggja hús,
ryðja vegu, yrkja akra og aldiugarða, svo að lið
það, sem hafði fast aðsetur á stöðvum þessum,
gæti nokkurn veginn bjargast við þau föng, er
það sjálft aflaði. Meðan verið var að koma á stofn
þessum stöðvum, fékk Stanley viðurnefm það, sem
síðan hefir við hann haldizt þar um slóðir; hann
var kallaður «Bula matari* (Hamrabrjótur), og í
öllum löndunum upp með Kongó er það heiti hans;
því þarlendir menn urðu öldungis forviða á að sjá,
hvernig hann fór að mola sundur björg með gríð-
armikilli sleggju —því annað eins áhald höfðu þeir
aldrei séð— þegar hann var að kenna þeim,
hvernig ætti að mölva stórgrýti til vegagerða. Og
það hefir opt komið fyrir síðan, að Iivítir menn,