Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 65
Henry Mortou Stanley. 231
nsyriir Bula Mataris», hafa ekki þurft annað til
þess að láta þarlenda menn hafa beyg af sér, en
að hræða þá með «Bula Matari».
það er svo sem sjálfsagt, að hinn ötuli og ein-
beitti Stanley lét kappsamlega vinna, og að hann
seint sem snemma hafði eptirlit með öllu. I febr-
úarmánuði 1880 hafði Stanley 14 hvíta menn und-
ir sér, og þá fyrst gat hann látið allt sitt lið ein-
dregið ganga að því, að fara að gera veg upp með
ánni að norðan- og vestanverðu yfir hið torfæra
fossaland, og var vegagerð sú afar-erfið, því veg-
urinn þurfti að vera talsverr breiður, þar sem ept-
ir houum þurfti að fiytja tvo af gufubátunum.
Skipskrokkarnir voru fiuttir sér í lagi og gufukatl-
arnir í öðru lagi; voru þeir lagðir á afarsterka
vagna, og fjölda af svertingjum beitt fyrir. Prá
því í febrúarmánuði 1880 var nú Stanley í heilt
ár með allt sitt lið við það, að gera veg og fiytja
föng sín þangað upp með ánni, sem lsangila heitir,
en þar þótti honum einkar vel fallið til að búa
sér nýjar stöðvar, því þar verður Kongóáin skip-
geng á æðilöngum kafia, þótt ekki sé komið upp
fyrir alla vestari fossana; en alla varúð þarf við
að hafa, því áin er þar ákaflega straumhörð, og
sumstaðar í henni eru þar háskaleg iöuköst. það
voru engin tiltök á því, að flytja allan farangur-
inn í einni ferð; varð því að marg-selflytja. jþar
sem ekki var því torfærara, þumaðist sæmilega á-
fram, þetta um fjórðung rnílu á dag; en stundum
kom það fyrir, að mörg hundruð svertingjar voru
dögum saman við það, að vinda hina þungu skip-
skrokka og katla í dragreipum upp brattar brekk-