Iðunn - 01.06.1889, Síða 66
232
O. lrminger:
ur, og má geta næm, hvort Stanley hefir ekki
stundum verið hálf órótt, þegar hann sá litlu gufu-
bátana sína hanga á kaðli; ef strengurinn hefði
slitnað, þá hefði öll sú mikla fyrirhöfn, er orðin
var á því að koma þeim þangað, verið höfð til
einkis, og þá varð að bíða, þangað til fengizt hefði
annar skipskrokkur eða annar bátur — frá Ev-
rópu. Yfir hinar straumhörðu þverár þar í fjöll-
unum varð að gera brýr, svo sem bezt voru föng á,
og stundum varð að sprengja í sundur hamra til
þess að geta lagt veginn.
Eptir heils árs harða vinnu var Stanley kominn
með allt lið sitt og öll föng sín upp að Isangila,
en sá staður er ekki nema tólf mílur frá Vivi.
f>ar var nú ýtt á flot öðrum gufubátnum, og þegar
hann var ferðbúinn, var hann látinn skussa allan
farangurinn upp eptir ánni upp á móts við Many-
anga; sá staður er 15 rnílur frá Isangila, ef beint
væri farið. f>ar var ekki annars kostur en að
draga á land aptur gufubátinn og allan farangur-
iun, því þar féll áin fram hvítfyssandi, svo að
ekki var nein tilhugsun að koma förum við. I
maímánuði 1881 varð Stanley dauðveikur; var það
mest fyrir hinn sífellda óhug, sem á honum var út
af voða þeim, er stöðugt vofði yfir honum og liði
hans meðan hann var á Ieiðinni upp eptir hinu
straumþunga fljóti á sökkhlöðnum bátunum. Hann
var svo langt leiddur, að hann var búinn að
kveðja menn sína, og segja skilið við þenna heim;
en með þvf að hann var hraustbyggður, bar hann
af sjúkdóminum, en var þó mjög lengi eptir
sig.