Iðunn - 01.06.1889, Side 67
Henrv Morton Stanley.
233
Nú var enn lialdið áfram ferðinni; en því lengra
sem dró upp með áuni, því erfiðara var að halda uppi
samgöngum við Vivi, svo að þeim Stanley og hans
liðum var opt vistafátt. Að áliðnu ári komst
Stanley loks upp að hinum langa skipgenga kafla
á ofanverðri Kongó. þar voru settar á stofn ný-
lendustöðvarnar Leopoldville, rétt fyrir ofan fossa-
landið, og þar var enn ýtt á flot gufubátunum, og
voru þeir að öllu ferðbúnir öndvert árið 1882.
þannig var Stanley hálft fimmta missiri að því, að
koma liði sínu og föngum upp að þeim 'kafla þess-
arar miklu ár, sem gufubátar hans síðan hafa
brunað fram og aptur um; en þetta var líka af-
taka mikið þrekvirki, að koma á stofu þessum
mörgu stöðvutn, og að flytja gufuskip inn í miðja
Afríku. f>að má trærri því geta, að margt muni
hafa gerzt sögulegt á þessum langa tíma, og að
Stanley og lið lians muni hafa komizt í
margar liættur og þrautir ekki síður en á hinum
fyrri ferðurn hans. Landslag og loptslag og þar-
lendir menn varð allt samtaka í því, að gera
Stanley ferðalag þetta sem erviðast, enda missti
hann marga menn af liði sínu. En Stanley hafði
enn sem fyr, með snarræði sínu og ósveigjanlega.
kjarki, sýnt það og sannað, að hann var hverjum
manni betur til þess fallinn, að vera grjótpáll og,
forkólfur þess, sem er jafn óárennilegt og þetta
var. Nú mátti hann því vel una, er hann sá
blasa við sér ána, er hann hafði fundið fyrir fám
árum, genga gufuskipum, er þar voru til taks, er
mjög mundi greiða fyrir öllu því, er eun var eptir
óunnið.