Iðunn - 01.06.1889, Page 68
‘J34
0. Irminger:
I miðjum aprílmánuði tók Stanley sig upp frá
Leopoldville á litlum gufubát-, er dró aptan í sér
hvalabát og tvo aðra báta, og hélt nú upp eptir
ánni, og hafði hann 49 menn sér til fylgdar. I
þessari ferð var hann tvo mánuði, og á henni
kannaði hann eina af þverám þeim hinum miklu, er
rennasunnaní Kongó. I þeim bygðum höfðu menn
aldrei séð hvorki hvíta menn né gufuskip, og er
ekki hægt orðum að lýsa, hve mjög þá furðaði á
hvoi'utveggja. Svo hræddir urðu þarlendir menn
við þetta reykfnæsanda ferlíkan, er ýlfraði og blés,
að þeir við og við stungu sér fit úr bátum sínum,
en optast tókst Stauley að taka úr þeim ' skelkinn
með gjöfum, og gera sér vingott við þá. A þess-
ari ferð sinni varð Stanley mjög veikur, og með
því að hann sá, að sér mundi að þeim einum
kosti auðnast að fá fulla heilsu, að hann færi und-
ir kaldara himinbelti, þá fór hann frá Leopoldville
til þess að hverfa aptur til Evrópu. Menn nokkr-
ir frá Sansibar báru hann ofan með fossunum, því
sjálfur var hann ekki fær um að ganga, og í júlí-
mánuði komst hann ofan að Vivi; í októbermánuði
1882, eða eptir hálfs áttunda missiris burtuveru.
kom hann aptur til Evrópu, og gerði hann Belga-
konungi grein fyrir því, sem hann hafði afkast-
að' I if
En það þótti einkar áríðándj, að halda sem fyrst
áfram þessu mikla fyrirtæki. ‘Eyrst og fremst þótti
þurfa að fá svertingjakonunganá til þess að gefa
upp af löndum sínum við félagið svo mikla skika,
að um munaði, og svo hitt, að halda áfram að
koma á stofn stöðvum upp með ánni alla þá leið,